Velkomin á Tónmenntavefinn
Fréttir
Perfect - Ed Sheeran
ED SHEERAN: PERFECT
Laglína - píanóútsetning gítarhljómar og texti - Einfaldar leiðbeiningar um tónfræðiatriði sem sjást á myndskeiðinu - Tilvalið til að útskýra einföld tónfræðiatriði Eftir að mynskeiðið hefst er hægt að stækka það (neðst í hægra horninu) til að sjá betur og einnig er hægt að stilla hraða afspilunar (einnig neðst í horni myndbandsins hægra megin) 😊
Tækniuppfærslu á vefnum lokið
Nú er lokið all mikilli tækniuppfærslu á Tónmenntavefnum.
Mikið af greinum bætt við og myndskeið sem og afspilanlegar nótur eru nú allar virkar á tónskáldasíðunum.
Við biðjumst velvirðingar á minni háttar truflunum sem hafa átt sér stað upp á síðkastið en nú ætti þeim að vera lokið.
bestu kveðjur
Stefán S. Stefánsson
forstöðumaður Tónmenntavefsins.
NÝTT: Hlustaðu og horfðu á hvernig ólíkar tegundir gítara hljóma!
Við heyrum hér og sjáum dæmi af nokkrum helstu tegundum rafmagnsgítara: Gibson, Fender, Ibanez ofl. Hvaða gítar finnst þér flottastur? 😊
Skoða síðuna hér (áskrifendur)
Stefania Turkewich (1898-1977) Úkraína
Stefania Turkewich-Lukianovych (25. apríl 1898 – 8. apríl 1977)
var úkraínskt tónskáld, píanóleikari og tónlistarfræðingur. Hún er talin fyrsta kventónskáld Úkraínu. Á tíma sovéskra yfirráða í Úkraínu voru verk hennar bönnuð.
— .
Arfleifð
Tónsmíðar Stefaniu Turkewich eru nútímalegar að formi en notast við sagnaminni úr úkraínskri þjóðlagatónlist, þegar þau eru ekki expressjónísk. Hún hélt áfram að semja tónverk fram á áttunda áratuginn. Stefania Turkewich lést þann 8. apríl 1977 í Cambridge á Englandi.
Heimild: Wikipedia
Nánari texti inni á tónskáldaryfirliti
Nýtt! Nemendaleikur - Finndu rétta hljóðfærið!
Þjálfun í að þekkja rétt hljóðfæri og forða sér undan pöddunum sem elta mann í leiðinni!
Skemmtilegur og fróðlegur leikur fyrir yngri aldurshópa
SPILA LEIKINN: (áskrifendur) Finndu rétta hljóðfærið!
Unnið hörðum höndum af því að koma öllu Flash efni yfir á Html5
Ágætu notendur Tónmenntavefsins!
Unnið hefur verið að því hörðum höndum að yfirfæra allt efni af Flash (Adobe) yfir á Html5. Eins og kunnugt er þá hættu vafrar að leyfa Macromedia Flash og hafði það áhrif á milljónir vefsíðna sem notuðust við þessa margmiðlunartækni.
Nú er all flest efni Tónmenntavefsins komið yfir á HTML5 og það þýðir að hægt er að spila allar keppnir og leiki á hvaða tæki sem er, síma, spjaldtölvu og borðtölvu.
Einhverjar örfáar skrár kunna að leynast inni á vefnum, sem er orðinn gríðarlega stór. Biðjum við notendur allra náðarsamlegast að láta okkur vita af þessum skrám og við förum í að laga þær hið snarasta.
með góðri kveðju
Stefán S. Stefánsson
forstöðumaður Tónmenntavefsins