Lengdargildi nótna og þagna!
Hér er sprellfjörugur leikur þar sem þú átt að smella á þau lengdargildi sem þú biður um. Viðbrögðin eru af ýmsum toga. Leikurinn (æfingin) verður til þess að nemendur spila hann aftur og aftur og eins og einhvers staðar segir: Endurtekningin er móðir náms.
Hægt að láta nemendur gera æfinguna í spjaldtölvum, símum eða á SMART töflur í skólastofunni.
Góða og gagnlega skemmtun!