Nú er nýverið lokið forkeppni í Eurovision hér á Íslandi. Lokakeppnin fer fram í Málmey í Svíþjóð í maí.
Lagið Ég á líf eftir Örlyg Smára og Pétur Örn Guðmundsson í flutningi Eyþórs Inga sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Tónmenntavefurinn hefur útbúið spennandi, fróðlega og umfram allt skemmtilega spurningakeppni um Eurovision - allt milli himins og jarðar, með tóndæmum og myndum.