Ný spurningakeppni á Tónmenntavefnum - Tónlist heimsins
Leikin er tónlist alls staðar að úr heiminum, Pakistan sem og Kína og fleiri framandi staðir. Spurt er eftir því frá hvaða landi er tónistin, eða hvaða stíl tilheyrir hún, eða frá hvaða heimsálfu. Svarmöguleikar eru þannig settir upp að þáttakendur eiga möguleika á að svara jafnvel erfiðustu spurningunum. Að venju geta þáttakendur skipt í lið, skírt liðin, valið mismunandi verur sem fulltrúa liðsins og klætt þær verur í ýmsan fatnað, allt til að gera keppnina skemmtilegri og persónulegri.
Kennari getur unnið útfrá efninu með ítarefni um tónlistarstíla, menningu landa og heimsálfa.
Veljið úr spurningakeppnum hér til vinstri á síðunni.