Velkomin á Tónmenntavefinn
Furðuveröld hljóðfæranna - Skemmtilegur og fræðandi leikur
Skemmtileg þrautarkeppni þar sem myndbönd birtast af undarlegum hljóðfærum. Nemandi svarar eftir bestu getu réttu svari. Hægt að endurskoða rétt og röng svör.
Hefur þú heyrt minnst á Hurdy Gurdy, vatnsorgel, þeramín og fleiri undarleg hljóðfæri?
Með því að smella á litla ferninginn má stækka myndböndin. Notist af nemendum sjálfum eða með leiðbeinandi kennslu kennara. Námsmarkmið efnisins er að víkka sjóndeildarhring nemenda og kynna fyrir þeim forn og ný hljóðfæri sem þeir hafa líklega ekki kynnst áður.
Hentar öllum aldurshópum - Tilvalið til að skapa umræður um hljóðfæri og tónlist almennt.