Velkomin á Tónmenntavefinn
Nýtt - Þekkir þú gítarleikarann?
Ný og spennandi spurningakeppni á Tónmenntavefnum!
Hver er gítarleikarinn sem þú heyrir spila? Hentar sérstaklega fyrir unglinga.
Pabbi og mamma hafa líka ÖRUGGLEGA gaman af keppninni...veistu meira en þau?
Nemendur geta prófað leikinn heima sem og í skólastofunni.
Finnið leikinn undir spurningakeppnir hér á vinstri hönd.
Góða skemmtun!
Nýtt - Tónlist heimsins -Spurningakeppni.
Ný spurningakeppni á Tónmenntavefnum - Tónlist heimsins
Leikin er tónlist alls staðar að úr heiminum, Pakistan sem og Kína og fleiri framandi staðir. Spurt er eftir því frá hvaða landi er tónistin, eða hvaða stíl tilheyrir hún, eða frá hvaða heimsálfu. Svarmöguleikar eru þannig settir upp að þáttakendur eiga möguleika á að svara jafnvel erfiðustu spurningunum. Að venju geta þáttakendur skipt í lið, skírt liðin, valið mismunandi verur sem fulltrúa liðsins og klætt þær verur í ýmsan fatnað, allt til að gera keppnina skemmtilegri og persónulegri.
Kennari getur unnið útfrá efninu með ítarefni um tónlistarstíla, menningu landa og heimsálfa.
Veljið úr spurningakeppnum hér til vinstri á síðunni.
Nýtt á Tónmenntavefnum
Nýtt á Tónmenntavefnum:
Ný tegund spurningakeppni - Lukkuhjólið!
Nú skipa þáttakendur í lið og síðan er lukkuhjólinu snúið og spurningin kemur úr þeim efnisþætti sem örin bendir á!
Sjón er sögu ríkari!
Prófið nýja og skemmtilega keppni.
Aðrir leikir hafa verið lagfærðir - Nú kemur ekki lengur hið hvimleiða Undefined, en sú villa varð vegna uppsetningu á vefþjóni. Nú streyma leikirnir eins og þeir eiga að gera.
Tónheyrn - tónfræði og tónsköpun fyrir yngri nemendur.
90 kennslustundir!
Vefstudd tónfræðikennsla fyrir yngri nemendur.
Útprentanleg verkefni og gagnvirkar æfingasíður. Nóturnar spila á vefsíðunni og nemendur spreyta sig á skemmtilegum og krefjandi verkefnum í tónfræði og tónheyrn. Nemendur eru þurfa einnig að semja sínar laglínur.
Þessir tímar henta vel fyrir tónlistarkennara yngri nemenda og tónmenntakennara sem vilja brydda upp á einhverju nýju í tónfræðinni. Tilvalið fyrir nemanda á fyrstu stigum hljóðfæranáms þar sem nemandi skilar inn vikulega leystum verkefnum til kennara.
Kennslustundirnar eru alls 90 og er ætlað að ná yfir 3 ár, þ.e. frá um það bil 9 ára aldri til 12 ára. Reynsla okkar sem hafa notað þessar síður er að aðrir aldurshópar hafa einnig af þessu gagn og gaman. Síðurnar er að finna hér af aðalsíðunni, undir Tónlistarskólar vinstra megin á síðunni.
Ný og spennandi spurningakeppni á Tónmenntavefnum!
Hvað kemur aftur næst í textanum?
Spurning sem flestir hafa einhvern tíma lent í að spyrja sjálfan sig og aðra. Hér er á ferðinni spurningakeppni þar sem þáttakendur heyra bút úr lagi sem skyndilega stöðvast og það er keppendanna að botna textalínuna.
Eingöngu íslenskir textar.
Smellið hér til að skoða leikinn
Hvað er Tónmenntavefurinn?
Tónmenntavefurinn er alhliða tónlistarkennslusvæði á netinu.
Tónmenntavefurinn er áskriftarvefur fyrir skóla og sveitarfélög. Vinsamlegast sendið inn fyrirspurn um verð og áskriftartilhögun.
Vefurinn er ætlaður leik- grunn- og framhaldsskólum sem og tónlistarskólum.
Furðuveröld hljóðfæranna - Skemmtilegur og fræðandi leikur
Skemmtileg þrautarkeppni þar sem myndbönd birtast af undarlegum hljóðfærum. Nemandi svarar eftir bestu getu réttu svari. Hægt að endurskoða rétt og röng svör.
Hefur þú heyrt minnst á Hurdy Gurdy, vatnsorgel, þeramín og fleiri undarleg hljóðfæri?
Með því að smella á litla ferninginn má stækka myndböndin. Notist af nemendum sjálfum eða með leiðbeinandi kennslu kennara. Námsmarkmið efnisins er að víkka sjóndeildarhring nemenda og kynna fyrir þeim forn og ný hljóðfæri sem þeir hafa líklega ekki kynnst áður.
Hentar öllum aldurshópum - Tilvalið til að skapa umræður um hljóðfæri og tónlist almennt.