Velkomin á Tónmenntavefinn
Mikilvægar upplýsingar vegna nótnasíðna
Ágætu notendur Tónmenntavefsins: Google Chrome tækniliðið hefur ákveðið að styðja ekki við tiltekinn lista af plug-ins. Scorch (Breytanlegur undirleikur á Sibelius nótnaskjölum) er eitt af þessum forritum. Þeir sem nota nótnasíðurnar er bent á að nota alla aðra vafra en Google Chrome (nóturnar birtast og spilast fullkomnlega í Firefox, Internet Explorer, Safari, Netscape og Opera. Frekari upplýsinga má lesa hér. Þetta hefur engin áhrif á annað margmiðlunarefni á síðunum.
Nýustu fréttirnar!
NÝTT!
20 NÝ LÖG Í SYNGDU MEÐ!
Við höfum bætt við flokkinn Syngdu með 20 sönglögum með íslenskum textum og ljóðum. Tónmenntavefurinn hefur tekið upp nýja tækni sem auðveldar farsíma- og spjaldtölvunotkun.
Kennum börnunum okkar íslenska sönglagaarfinn.
Enn er breytanlegi undirleikurinn líka með Scorch tækninni þar sem hægt er að hraða og hægja hraðann á tónlistinni svo og breyta tónhæðinni (tóntegundum.)Tilvalið fyrir undirleik á hljóðfæri og söng.
Hér eru dæmi af nokkrum lögum:
•Allir krakkar á kreik ( Gunnar M. Magnússon - Þýskt lag)
•Í fjalladal (Guðmundur Guðmundsson - Þýskt lag)
•Lítill sumarlækur (Páll J. Árdal - Höf. óþekktur)
•Senn kemur sumarið (Friðrik Bjarnason)
•Það búa litlir dvergar (Þórður Kristleifsson - Þýskt lag)
•Þegar sólin vermir jörð (Freysteinn Gunnarsson - Þjóðlag frá Schwaben)
•Út um græna grundu (Steingrímur Thorsteinsson - B. A. Weber)
•Sigga litla systir mín (Sveinbjörn Egilsson)
•Ríðum heim til Hóla (Guðmundur Guðmundsson - J. C. Gebauer)
•Göngum, göngum (Texti Þórður Kristleifsson - Höf.lags ókunnur)
•Bí bí og blaka (Sveinbjörn Egilsson - Íslenskt þjóðlag)
•Vertu í tungunni trúr (Hallgrímur Pétursson - Friðrik Bjarnason)
LEIKJAÞRAUTIR Á TÓNMENNTAVEFNUM
Tónmenntavefurinn hefur tekið upp tækni frá Quizlet (sem er eitt stærsta fyrirtæki í leikjaþrautum á netinu) þar sem nemanda er boðið upp á 6 mismunandi leikjaþrautir af sama viðfangsefni. Kennari getur á auðveldan hátt notað þetta sem kennsluefni, varpað upp á töflu, látið nemendur vinna á spjaldtölvum og jafnvel prentað út tilbúin krossapróf fyrir nemendur sína. Gríðarlegir möguleikar fyrir kennara og nemendur.
Leiðbeiningar eru á ensku en unnið er að fá þýðingaréttindi frá Quizlet.
Sjón er sögu ríkari: Skoða hér
SAGA BLÚS TÓNLISTARANNIR
Stuttlega farið yfir sögu blús tónlistarinnar frá upphafi fram á okkar daga. Fræðandi myndband um áhrif blús tónlistarinnar á íslensku. Sérstök áhersla á hvernig þessi tónlistarstefna hefur haft áhrif á tónlist samtímans hér á vesturlöndunm. Hentar vel unglingastigum.
NÝ TEGUND SPURNINGALEIKS
NÝTT!
MILLJÓNAMÆRINGURINN
Ný tegund spurningakeppni á Tónmenntavefnum
Eitt til tvö lið.
Spurðu salinn - Hringdu í vin - Dragðu frá tvö röng svör...hljómar kunnuglega?
Spennandi og fræðandi í senn, tilvalið fyrir skólastofuna.
Til kennara:
Þessi fyrsta keppni úr MILLJÓNAAMÆRINGNUM eru almenn tónlistaratriði: Þekktu tónskáldið af hljóðdæmi, þekktu gítarleikara, þekktu tónlistarorð sem notuð eru í tónlist og ýmislegt fleira. Spurningarnar fara stigvaxandi í erfiðleika og ólíklegt er að yngri nemendur nái síðustu spurningunum. Notið tónmenntavefinn sem ítrun fyrir þau atriði sem spurt er um í keppninni, en þar er að finna hafsjó af fróðleik um tónskáld, tónlistartegundir, tónfræði og margt fleira.
Tilvalið til notkunar í kennslu í tónmennt eða tónfræði.
Spjaldtölvuvæðingin
Sífellt fleiri skólar taka nú spjaldtölvur í notkun sem hluta af skólastarfinu. Þessi þarfaþing eru háð eilítið öðrum lögmálum en tölvur þegar að því kemur að birta vefsíður. Tónmenntavefurinn er spjaldtölvuvænn en til þess að nýta alla möguleika vefsins þarf að framkvæma einfaldar aðgerðir á spjaldtölvunum, sérstaklega Ipad.
Flash player í Ipad: Það þarf að fara í apple store í Ipadinum og hlaða niður Puffin web-browser sem er ókeypis en hann styður flash player. Þessi aðgerð veldur því að öll mynbönd, margmiðlun og spurningakeppnir spila eins og þær eiga að gera.
Sibelius Scorch: Þegar opnaðar eru nótnaskrár (sem hægt er að breyta hraða og tónhæð í afspilun) kemur hlekkur á App verslun þar sem app fyrir þessa tækni frá Sibelius fyrirtækinu er að finna og kostar það rétt um 2 dollara. ( ca. 260 kr.) Þetta þarf aðeins að gera einu sinni.
Tónlistin í teiknimyndum
NÝTT!
Skemmtileguri spurningaleikur fyrir skólastofuna eða heima með pabba og mömmu! Þú heyrir tónlist úr teiknimynd og átt að geta upp á því úr hvaða mynd tónlistin er. Einnig kærkomið tækifæri til að reyna okkur fullorðnu á því hvað við munum úr þrjú-bíó ferðunum. Disney, Tommi og Jenni, Steinaldarmennirnir, Dóra landkönnuður og allir hinir!
Viðeigandi aldur í skólastofu: 1. til 7. bekkur (... sem og þeir sem eru ungir á hvaða aldri sem er!)
Þekkir þú tónverkið?
NÝTT!
TÓNSKÁLD OG TÍMABIL
Spennandi spurningaleikur fyrir skólastofuna eða heima með vinum og fjölskyldu! Þú heyrir stef úr þekktu tónverki, jazz, barokk, klassík eða rómantík.
Hvert er tónskáldið, frá hvaða tónlistartímabili er verkið? Frekari upplýsingar um þessi tónskáld og verk þeirra (með hljóðdæmum og nótum) er að finna í tónskáldaþætti Tónmenntavefsins.
Sperrum nú eyrun og ræsum heilasellurnar!