Velkomin á Tónmenntavefinn
Taktu til við að telja!
Taktu til við að telja!
Sprellfjörugur leikur fyrir skólastofuna eða bara heima. Teldu með trommutaktinum, fylgdu leiðbeiningunum á myndskeiðinu. Hversu taktviss ertu!? Prófaðu...
Leiðbeiningar til kennara:
Varpið myndskeiðinu upp á skjávarpa eða stóran skjá.Stækkið myndina (neðst til hægri á myndskeiðinu) út í skjáinn.
ATHUGIÐ í flestum vöfrum er hægt að hægja og hraða á myndskeiðinu (tannhjólið lengst til hægri - neðst) Byrja hægt og hraða smám saman
Fáið nemendur til að standa upp og hreyfa sig, smá dill og dans er fyllilega í lagi! Þetta eru hrynæfingar í fjórum fjórðu. Fylgið myndbandinu og leiðbeiningunum. Þegar nemendur hafa náð færni má skipta út orðum fyrir hreyfingar eins og hopp, snúning eða annað sem hugarflugið kanna að koma upp með. Nemendur munu í leiðinni fá skilning og tilfinningu fyrir hvernig talið er í taktinn fjóra fjórðu.
Hentar öllum, byrjendum sem lengra komnir
Hugur og hlustun
Skemmtilegur spurningaleikur þar sem fróðleik um hljóðfærin - með myndum - hljóðskeiðum og gagnvirkum spurningum er blandað saman. Tilvalið fyrir nemanda eða kennara í skólastofu til að leiða kynna hljóðfæri úr mismunandi hljóðfærafjölskyldum. Við hefjum leikinn á tveimur hljóðfærum.
Hér reynir á einbeitingu og á að taka vel eftir!
LEIKURINN VERÐUR HÉR OPINN UM STUND - GÓÐA OG FRÓÐLEGA SKEMMTUN!
Leiðbeiningar fyrir kennara sem nota vefinn
Hér eru nokkrar leiðbeiningar til þeirra sem hyggjast nota vefinn fyrir nemendur sína.
Margir kennarar nota nú Tónmenntavefinn til að varpa út efni til heimasitjandi nemenda, eða senda sjálfir úr sóttkví.
Mjög vinsælt er að opna spurningakeppnirnar og birta skjáinn (Share screen) fyrir nemendur (á öllum aldri)
Til þess að geta deilt hljóðinu sem kemur úr tölvunni ykkar þurfið þið að notast við Zoom fjarfundarbúnaðinn (aðgangur ókeypis) og þegar þið deilið skjánum til nemenda að haka við play computer audio.
Þá getið þið nýtt allar spurningakeppnirnar og krakkarnir taka þátt. Spilið spurningakeppnirnar í Chrome (hlaða niður) eða Firefox. Veljið að haka við leyfa flash
Öllu öðru efni er hægt að streyma beint af ykkar skjá með hljóði, myndum og myndskeiðum beint yfir til nemenda ykkar með Zoom fjarfundarbúnaðinum.
Sendið okkur línu hér (ásamt skóla sem þíð kennið við)
Góða skemmtun og gangi okkur öllum vel!
Stefán S. Stefánsson
forstöðumaður www.tonmennt.com
Hvað þekkir þú af frægustu tónverkum sögunnar? NÝTT!
Hvað þekkir þú af frægustu tónverkum sögunnar?
Við heyrum sýnishorn af mörgum frægustu og fegurstu tónverkum tónlistarsögunnar.
Það er þitt að geta hvert tónskáldið er.
Tilvalið til að kynnast nýjum tónverkum og uppgötva gimsteina tónbókmenntanna.
Góða og lærdómsríka skemmtun!
ÁSKRIFENDUR:
NÁLGIST LEIKINN HÉR!
Nýr þjálfunarleikur - tónfræði
Lengdargildi nótna og þagna!
Hér er sprellfjörugur leikur þar sem þú átt að smella á þau lengdargildi sem þú biður um. Viðbrögðin eru af ýmsum toga. Leikurinn (æfingin) verður til þess að nemendur spila hann aftur og aftur og eins og einhvers staðar segir: Endurtekningin er móðir náms.
Hægt að láta nemendur gera æfinguna í spjaldtölvum, símum eða á SMART töflur í skólastofunni.
Góða og gagnlega skemmtun!
SPILA LEIKINN HÉR
Ný keppni um Eurovision
EUROVISION!
Spurt er út úr textum - Við heyrum hljóðdæmi - okkar er að svara.
Spennandi spurningakeppni fyrir allt að 10 lið í einu hér á Tónmenntavefnum.