Velkomin á Tónmenntavefinn
Ný spurningakeppni - Eurovision!
Nú er nýverið lokið forkeppni í Eurovision hér á Íslandi. Lokakeppnin fer fram í Málmey í Svíþjóð í maí.
Lagið Ég á líf eftir Örlyg Smára og Pétur Örn Guðmundsson í flutningi Eyþórs Inga sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Tónmenntavefurinn hefur útbúið spennandi, fróðlega og umfram allt skemmtilega spurningakeppni um Eurovision - allt milli himins og jarðar, með tóndæmum og myndum.
Leiktu sýnishorn af keppninni hér!
Ef skólinn þinn er áskrifandi leiktu leikinn hér!
Ný Jólaspurningakeppni!
Ný spurningakeppni á Tónmenntavefnum!
Hvað veistu um jólin?
Fjölþjóðlegar spurningar um jólin hér og alls staðar, siði og venjur, jólatónlist og margt, margt annað. Snúðu lukkuhjólinu og getur fengið hvaða spurningu sem er...
Tilvalið fyrir eldri nemendur og fullorðna. Góð aðferð til að fjalla um jólahátíðina út frá fjölbreyttu sjónarhorni, þá sérstaklega með tilliti til ólíks þjóðernis.
Dæmi um spurningar:
- Í hvaða landi er það ljót norn sem færir börnum jólagjafirnar en ekki sætur jólasveinn?
- Sumar fjölskyldur halda þann sið að setja möndlu í jólagrautinn. Þessi siður kemur upphaflega frá Rómverjum til forna en hvað var það sem þeir földu í matnum?
- Ef jólsveinninn (Kaledu Senelis í Litháen) birtist börnum með gjafir á aðfangadagskvöldi þá eiga þau að:
Finndu svarið við þessum spurningum og öðrum hér á Tónnmenntavefnum
Minnum svo á eldri getraun okkar um jólin sem er léttari og hæfir betur yngri nemendum. Þar er að finna fjöldann allan af tóndæmum og þurfa keppendur að hlusta og muna texta, svo eitthvað sé nefnt.
Breyttu skólastofunni í spennandi og vandaða spurningakeppni með einu músarklikki!
Nýtt - Þekkir þú gítarleikarann?
Ný og spennandi spurningakeppni á Tónmenntavefnum!
Hver er gítarleikarinn sem þú heyrir spila? Hentar sérstaklega fyrir unglinga.
Pabbi og mamma hafa líka ÖRUGGLEGA gaman af keppninni...veistu meira en þau?
Nemendur geta prófað leikinn heima sem og í skólastofunni.
Finnið leikinn undir spurningakeppnir hér á vinstri hönd.
Góða skemmtun!
Nýtt - Tónlist heimsins -Spurningakeppni.
Ný spurningakeppni á Tónmenntavefnum - Tónlist heimsins
Leikin er tónlist alls staðar að úr heiminum, Pakistan sem og Kína og fleiri framandi staðir. Spurt er eftir því frá hvaða landi er tónistin, eða hvaða stíl tilheyrir hún, eða frá hvaða heimsálfu. Svarmöguleikar eru þannig settir upp að þáttakendur eiga möguleika á að svara jafnvel erfiðustu spurningunum. Að venju geta þáttakendur skipt í lið, skírt liðin, valið mismunandi verur sem fulltrúa liðsins og klætt þær verur í ýmsan fatnað, allt til að gera keppnina skemmtilegri og persónulegri.
Kennari getur unnið útfrá efninu með ítarefni um tónlistarstíla, menningu landa og heimsálfa.
Veljið úr spurningakeppnum hér til vinstri á síðunni.
Nýtt á Tónmenntavefnum
Nýtt á Tónmenntavefnum:
Ný tegund spurningakeppni - Lukkuhjólið!
Nú skipa þáttakendur í lið og síðan er lukkuhjólinu snúið og spurningin kemur úr þeim efnisþætti sem örin bendir á!
Sjón er sögu ríkari!
Prófið nýja og skemmtilega keppni.
Aðrir leikir hafa verið lagfærðir - Nú kemur ekki lengur hið hvimleiða Undefined, en sú villa varð vegna uppsetningu á vefþjóni. Nú streyma leikirnir eins og þeir eiga að gera.
Tónheyrn - tónfræði og tónsköpun fyrir yngri nemendur.
90 kennslustundir!
Vefstudd tónfræðikennsla fyrir yngri nemendur.
Útprentanleg verkefni og gagnvirkar æfingasíður. Nóturnar spila á vefsíðunni og nemendur spreyta sig á skemmtilegum og krefjandi verkefnum í tónfræði og tónheyrn. Nemendur eru þurfa einnig að semja sínar laglínur.
Þessir tímar henta vel fyrir tónlistarkennara yngri nemenda og tónmenntakennara sem vilja brydda upp á einhverju nýju í tónfræðinni. Tilvalið fyrir nemanda á fyrstu stigum hljóðfæranáms þar sem nemandi skilar inn vikulega leystum verkefnum til kennara.
Kennslustundirnar eru alls 90 og er ætlað að ná yfir 3 ár, þ.e. frá um það bil 9 ára aldri til 12 ára. Reynsla okkar sem hafa notað þessar síður er að aðrir aldurshópar hafa einnig af þessu gagn og gaman. Síðurnar er að finna hér af aðalsíðunni, undir Tónlistarskólar vinstra megin á síðunni.
Ný og spennandi spurningakeppni á Tónmenntavefnum!
Hvað kemur aftur næst í textanum?
Spurning sem flestir hafa einhvern tíma lent í að spyrja sjálfan sig og aðra. Hér er á ferðinni spurningakeppni þar sem þáttakendur heyra bút úr lagi sem skyndilega stöðvast og það er keppendanna að botna textalínuna.
Eingöngu íslenskir textar.
Smellið hér til að skoða leikinn
Hvað er Tónmenntavefurinn?
Tónmenntavefurinn er alhliða tónlistarkennslusvæði á netinu.
Tónmenntavefurinn er áskriftarvefur fyrir skóla og sveitarfélög. Vinsamlegast sendið inn fyrirspurn um verð og áskriftartilhögun.
Vefurinn er ætlaður leik- grunn- og framhaldsskólum sem og tónlistarskólum.