Velkomin á Tónmenntavefinn
Ný spurningakeppni - Beyoncé
Einhver áhrifamesti listamaður samtímans er bandaríska söngkonan og lagahöfundurinn Beyoncé Knowles. Hér er á ferðinni vönduð og margbreytileg spurningakeppni sem spannar ýmis atriði um þennan listamann.
Hentar vel öllum aðdáendum vinsællar tónlistar í dag sem og Beyoncé aðdáendum.
Hægt að skipa í allt að 10 lið - Breyta nöfnum og útliti hvers liðs
Smellið á spurningakeppnir hér að ofan og prófið leikinn!
Góða skemmtun
Þjóðsöngvar heimsins - Hvað þekkir þú af þeim?
NÚ ER HÆGT AÐ SKIPTA Í 10 LIÐ!
Hvað tekurðu vel eftir tónlistinni á landsleikjum?
Hér spreytum við okkur á því að þekkja þjóðsöngva heimsins, skipið í lið og keppum. Hugbúnaðurinn heldur utan um stigin og röð keppenda.
HEFJUM LEIKINN HÉR!
Góða og gagnlega skemmtun!
Kannast þú við röddina?
Hæfileiki mannsins til að þekkja raddir er óvenjulegur. Við getum þekkt rödd einhvers sem er okkur nákominn úr fjölda annarra radda á örskotsstundu. Þjálfar hlustun og einbeitingu
Þessi skemmtilegi leikur krefur nemendur til að hlusta gaumgæfilega og greina nafntogaða einstaklinga úr raunheimum og fantasíuheimum. Hentar nánast öllum aldursflokkum. Áætlaður tími er um 40-50 mínútur með liðavali og öðru tilheyrandi.
Góða og gagnlega skemmtun!
Furðuveröld hljóðfæranna - Nýr fræðandi leikur
Skemmtileg þrautarkeppni þar sem myndbönd birtast af undarlegum hljóðfærum. Nemandi svarar eftir bestu getu réttu svari. Hægt að endurskoða rétt og röng svör.
Hefur þú heyrt minnst á Hurdy Gurdy, vatnsorgel, þeramín og fleiri undarleg hljóðfæri?
Með því að smella á litla ferninginn má stækka myndböndin. Notist af nemendum sjálfum eða með leiðbeinandi kennslu kennara. Námsmarkmið efnisins er að víkka sjóndeildarhring nemenda og kynna fyrir þeim forn og ný hljóðfæri sem þeir hafa líklega ekki kynnst áður.
Skemmtilegt æfingapróf úr undirstöðuatriðum tónfræðinnar
Notist af nemanda eða leiddri kennslu kennara í skólastofu. Smella þarf á þau atriði sem beðið er um. Hægt að endurskoða prófið og fara yfir rétt og röng svör.
Efnisatriði: Nótnanöfn í glykli, einföldustu lengdargildi nótna og þagna
Góð og gagnleg skemmtun!
Ný spurningakeppni: Popp tónlist
Ný spurningakeppni - Eitt til tíu lið!
Popp tónlist - Söngvarar - Söngkonur - Hljómsveitir og fleira. Hentar ágætlega unglingastigi og öðrum áhugasömum um popp tónlist. Sjón og heyrn er sögu ríkari
Prófið keppnina hér!
Athugið að þeir sem nota Ipad þurfa Puffin Browser til að spila keppnina.
Góða skemmtun.