Velkomin á Tónmenntavefinn
Keppnin um tónlist heimsins hefur verið uppfærð!
Nú er hægt að skipa í lið - Tónlist heimsins
Leikin er tónlist alls staðar að úr heiminum, Pakistan sem og Kína og fleiri framandi staðir. Spurt er eftir því frá hvaða landi er tónistin, eða hvaða stíl tilheyrir hún, eða frá hvaða heimsálfu. Svarmöguleikar eru þannig settir upp að þáttakendur eiga möguleika á að svara jafnvel erfiðustu spurningunum. Að venju geta þáttakendur skipt í lið, skírt liðin, valið mismunandi verur sem fulltrúa liðsins og klætt þær verur í ýmsan fatnað, allt til að gera keppnina skemmtilegri og persónulegri.
Kennari getur unnið útfrá efninu með ítarefni um tónlistarstíla, menningu landa og heimsálfa.
ÁSKRIFENDUR:
Nýtt á Tónmenntavefnum!
Konur í íslenskri tónlist.
Hér er spurt um konur í íslenskri tónlist, flytjendur og tónskáld, úr klassískri tónlist og hryntónlist. Allar spurningar eru með hljóðdæmum, myndum og upplýsingum sem geta komið af stað umræðum.
Ekki er hægt að ætlast til að nemendur þekki alla þá sem spurt er um, en hér er kærkomið tækifæri til að vekja athygli á konum í tónlist og framlagi þeirra fyrr sem nú.
Hægt að skipta í mörg lið, velja persónur og skíra þær... sjón er sögu ríkari!
Hentar vel unglingadeildum og yngri stigum.
Unnið er að gagnagrunnstengingu keppninnar.
SKOÐIÐ KEPPNINA HÉR!
(aðeins fyrir áskrifendur)
Eurovision forkeppnin á Íslandi 2017 - Hvað manstu?
NÝTT!
Skemmtileg og fjölbreytt keppni þar sem reynir á minni keppenda. Hvað manstu úr forkeppninni hér á Íslandi 2017?
Hvað hét nú aftur þetta lag... hver söng þetta lag.. hvað heitir þessi söngvari? Og margt fleira
Skipið í lið snúið lukkuhjólinu og keppum með heilasellunum!
Góða skemmtun!
Harry Potter og tónlistin
NÝTT!
Hér er ekki um eiginlega spurningakeppni að ræða heldur er þetta efni til þess að vekja athygli nemenda á notkun tónlistar í kvikmyndum. Tónlist John Williams er hér notuð til að undirstrika ólíkar hljóðfærasamsetningar, hraða og styrkleika sinfóníuhljómsveitar. Hentar vel fyrir kennara að nota í kennslustund með tölvu eða skjávarpa. Tóndæmi, myndskeið og ríkulega skreyttar skýringamyndir.
Hentar einnig til sjálfnáms nemenda. Hentar sérstaklega vel Harry Potter aðdáendum.
Vekjum áhuga nemenda á tónlistinni í gegn um sterkasta miðil samtímans: Kvikmyndir
SJÁ NÁNAR HÉR
Justin Bieber
Ný spurningakeppni á Tónmenntavefnum!
Ein af stærstu ofurstjörnum poppheimsins í dag er kanadíski söngvarinn Justin Bieber. Hér er á ferðinni fróðleg keppni um allt sem viðkemur Justin.
Myndir, hljóðdæmi og spurningar um feril Justins hafa vakið mikla hrifningu meðal hinna fjölmörgu aðdáenda hans hér á Íslandi. Sjón er sögu ríkari!
Keppnin nýtir sér um 40 spurningar úr grunni sem valdar eru af handahófi. Leikurinn tekur um 40 til 50 mínútur með nokkrum liðum og tilheyrandi.
Leikurinn fyrir áskrifendur er hér
Góða skemmtun!
Hvað manstu af árinu 2016?
Hvað voru stjörnurnar að gera á árinu 2016? Nokkrar spurningar með myndum, hljóði og myndskeiðum. Hentar unglingadeildum og nemendum sem hlusta á vinsæla tónlist dagsins í dag vel.
Með því að smella á litla ferninginn má stækka myndböndin. Notist af nemendum sjálfum eða með leiðbeinandi kennslu kennara. Námsmarkmið efnisins er að víkka sjóndeildarhring nemenda og kynna fyrir þeim
Tilvalið til að skapa umræður um listamenn, stíla og tónlist almennt.