Velkomin - Gjörðu svo að skrá þig inn.

Carl Maria von Weber (1786 - 1826) Þýskaland

Oft er sagt að Weber hafi verið tengiliðurinn í þýskri óperugerð á milli Mozarts og Beethovens að öðru leytinu og hinsvegar Wagners og Schuberts. Með Weber tók óperan á sig hina dæmigerðu þýsku mynd draumsæja eða rómantíska tímabilsins á fyrri hluta 19.aldar og urðu óperur hans bersýnilegur undanfari Wagners. Weber ólst upp á farandsfæti því foreldrar hans starfræktu farandleikhús, þar sem litlar og léttar gamanóperur voru oft fluttar. Weber stundaði tónlistarnám hjá Michael yngri bróður Josephs Haydns. Weber kom fyrst upp sem frábær hljómsveitarstjóri í Prag og jafnframt því sem hann fór að semja óperur, öðlaðist hann mikla frægð.

Hljóðdæmi

Konsert fyrir franskt horn og hljómsveit

 
Úr sinfóníu nr. 1

Þriðji þáttur, scherzo.

 

Forleikur að verkinu Freischütz

 Hér er að finna ítarlega grein um Freishchutz óperuna eftir Gunnstein Ólafsson
 

SKEMMTILEG SAGA AF CARL MARIA VON WEBER

Þegar Weber reis upp frá dauðum.

Hinn frægi þýzki tónsnillingur Karl Maria von Weber var einu sinni söngstjórií Dresden. Hann sætti þá afar harðri gagnrýni frá tónlistargagnrýnanda nokkrumMiiller að nafni. Hann gat ekki fundiðnógu hræðilegt orð yfir allt það sem Weber gerði og fólkið var þegar farið að snúa við honum bakinu, sem hafði þó áður verið hafður í hinum mestu hávegum.

Þá fann Weber upp ágætt ráð til að stöðva þennan óvildarmann sinni í niðurrifsstarfi hans. Weber var einmitt kominn á fremsta hlunn með að ferðast til Alpanna. Hann ritaði þaðan bréf þess efnis að hið þýzka tónskáld Weber hefði farist  í fjallgöngu. Fregnin barst út eins og eldur í. sinu og blöðin skrifuðu langar minningargreinar um hann, þar sem farið var hinum lof samlegustu orðum um hann, og sum hófu tónskáldið til skýjanna. Sá sem bezt gekk fram í þessum lofgreinum var gagnrýnandinn Miiller, sem virtist nú hafa iðrazt alls, og meðal annara stóryrða nefndi hann Weber „Konung þýzkra tónskálda."

Er Weber hafði lesið allt þetta hrós og það jafnvel frá óvini sínum, lagði hann óhræddur af stað heim aftur. Kvöld nokkurt kom hann öllum á óvart er hann stjórnaði í óperunni. Skelfingu og undrun Miillers verður ekki með orðum lýst er hann sá hinn „látna" Weber standa þarna ljóslifandi fyrir framan sig.

Upp frá þessu fékk Weber ekki annað en lof í öllum dómum.

(Heimild : Vikan 1947)

 

 

Yfirflokkur: Tónskáld

Leita

HAFIÐ SAMBAND

Kíkið til okkar á Facebook

Facebook-icon.png

  • Tónskáld - Smelltu hér Öll helstu tónskáld sögunnar. Texti, tóndæmi, nótur og myndbönd.
  • Heimur hljóðsins-Smelltu hér Lokaðu augunum og veittu athygli hljóðunum. Köttur að mjálma, þota að taka á loft, heimur hljóðsins
  • Hljóðfærin-Smelltu hér Lærðu um hljóðfærin Margmiðlunarsíður um hljóðfærin og tóndæmi
  • Tónlistarsaga - Smelltu hér! Lestu, hlustaðu og lærðu um helstu tímabil tónlisarsögunnar
  • Syngdu með-Smelltu hér! Undirleikur að fjölda laga með sérstaka áherslu á íslenska sönglagaarfinn. Nótur og textar
  • Spurningakeppnir - Smelltu hér Spilaðu spennandi spurningakeppnir um ýmis efnisatriði tónlistar. Í skólastofunni eða bara heima með pabba og mömmu!
  • Tónfræði-Smelltu hér Lærðu um tónfræði á gagnvirkum kennslusíðum