Velkomin - Gjörðu svo að skrá þig inn.

Aaron Copland (1900 - 1990) Bandaríkin

Aaron Copland (1900 - 1990)


Litið hefur verið á Copland sem hinn mikla jöfur bandarískrar nútímatónlistar. Hann reyndi ávallt að finna hinn sanna ameríska tón svo að hann leitaði til víðátta miðríkjanna og villta vestursins. Copland hefur samið mörg verk fyrir leikhús og kvikmyndir og árið 1937 samdi hann skólaóperuna ,,Annan hvirfilbylinn." Þó er eina ópera hans: Blessaða land (The tender land). Copland hefur alltaf verið brautryðjandi sem tónskáld, hljómsveitarstjóri og var umsjónarmaður fjölbreyttra tónlistarviðburða í Bandaríkjunum.

Hljóðdæmi

Fábrotnar gjafir (Simple gifts)

 

 

Þetta verk var upphaflega samið árið 1848 af Elder Joseph Brackett og þá sem kvekara danslag. Síðar varð verkið vinsælt sem þjóðlag og nýtti Copland sér það í Appalachian Spring sinfóníu sinni árið 1955. Textinn er svohljóðandi:


Tis the gift to be simple,

'tis the gift to be free,

'Tis the gift to come down where we ought to be, And when we find ourselves in the place just right,

'Twill be in the valley of love and delight. When true simplicity is gain'd

To bow and to bend we shan't be asham'd,

To turn, turn will be out delight

'Till by turning, turning we come round right.

 

Fanfare for the common man

Í seinni heimsstyrjöld var Copland beðinn að semja stutt verk til að efla baráttuandann en það hafði verið gert í fyrri heimsstyrjöldinni með góðum árangri. Verkið varð síðar að aðal þema í fjórða þætti í Þriðju sinfóníu Coplands.
Vinsælar rokkhljómsveitir hafa notað þetta verk á plötum sínum, t.d. Emerson Lake&Palmer (árið 1977 á ,,Works Volume 1" plötunni) og Rolling Stones (árið 1977 á ,,Love You Live" plötunni).
 

Myndskreytt útgáfa af verkinu Fanfare for the Common Man

 

 
 Apalachian Spring
 
 
Yfirflokkur: Tónskáld

Leita

HAFIÐ SAMBAND

Kíkið til okkar á Facebook

Facebook-icon.png

  • Heimur hljóðsins-Smelltu hér Lokaðu augunum og veittu athygli hljóðunum. Köttur að mjálma, þota að taka á loft, heimur hljóðsins
  • Syngdu með-Smelltu hér! Undirleikur að fjölda laga með sérstaka áherslu á íslenska sönglagaarfinn. Nótur og textar
  • Hljóðfærin-Smelltu hér Lærðu um hljóðfærin Margmiðlunarsíður um hljóðfærin og tóndæmi
  • Tónfræði-Smelltu hér Lærðu um tónfræði á gagnvirkum kennslusíðum
  • Tónskáld - Smelltu hér Öll helstu tónskáld sögunnar. Texti, tóndæmi, nótur og myndbönd.
  • Spurningakeppnir - Smelltu hér Spilaðu spennandi spurningakeppnir um ýmis efnisatriði tónlistar. Í skólastofunni eða bara heima með pabba og mömmu!
  • Tónlistarsaga - Smelltu hér! Lestu, hlustaðu og lærðu um helstu tímabil tónlisarsögunnar